Pínuþyrlan (Hoverfly)


Þeir sem mættu á síðast fund vetrarins hjá Þyt í gær (4/5/2000) sáu sjón sem þeir munu seint gleyma.
Sigurður Hauksson mætti þar með pínuþyrluna sína og flaug Jón Erlendsson henni fyrir hann.

Þyrlan er ekki nema nokkrir sentimetrar að stærð og er alveg ótrúlegt að sjá hana fljúga.
Þvermál spaðanna er til dæmis ekki nema 30 cm.
Henni er stungið í samband við millistykki sem svo er tengt í rafmagn og fjarstýringu.
Og með þessu er hægt að stunda þyrluflug innandyra í hvaða veðri sem er, svo lengi sem
það er ekki vifta í loftinu!

Þyrla þessi er frá Quik UK og er Jón einmitt umboðsmaður þeirra á Íslandi.

Að sjálfsögðu var Ágúst Bjarnason á staðnum með myndavélina og
þökkum við honum fyrir afnot af myndunum.

 


Fleiri myndir