RCS-140 eða Z23?

Þegar að menn eru að smíða módel sem eru orðin stór
(6-7 kg, vænghaf í kringum 2 metra, mín skilgreining)
þá getur verið tímabært að huga að kaupum á bensínmótor.
En hvað er besti mótorinn? Og hvað er rétta stærðin?

Þetta eru bréf sem birtust á póstlistanum nýlega


Sælir
Þekkið þið benzínmótor sem heitir RCS-140 eða ZdZ-1,4 ?

Mér var bent á það á netinu að hann gæti verið góður kostur
fyrir 1/4 skala vélar eins og þær sem menn hafa verið að fljúga
með Zenoah-25 (Sukhoj og Extra).

Þetta er 22cm3 mótor sem á að snúa APC 16x8 8900 RPM.
Hvernig er það samanborið við Zenoah 23?

Mótorinn má sjá á vefsíðunni:
http://www.rcshowcase.com/RCS%20Engines.htm

Þessi mótor er líklega léttari og minni en Zenoah-23.
Hann er með rafeindakveikju og sjálfvirkum kveikjuflýti.

Kveðjur
Ágúst


Sælir félagar.
Ég rakst á bréf frá Gústa sem hann sendi um daginn, þar sem hann benti okkur
á þessa mótora, þ.e. RCS. Ég skrapp á heimasíðuna þeirra að forvitnast.
Mér sýnist að þetta séu mjög áhugaverðir gripir. Gústi spurði um aflið sem
er gefið upp á þessum mótor væri í samanburði við Zenoah 23, mér sýnist
þessi mótor skila u.þ.b 500 snúningum meir á APC 16x10. Þar fyrir utan er
hann einnig léttari sem gæti numið 300gr. að minnsta.

Aðrir kostir eru s.s. það að hann passar vel í mjóar vélahlífar eins og oft
eru þessum patternvélum. Í stað þess að notast við stimpilinn sem ventil,
eins og þeir mótorar sem hafa blöndunginn á hlið, er snúningsdiskur sem
opnar og lokar inntakinu milli blöndungs og sveifarhús. Þetta kemur í veg
fyrir að loftflæðið í blöndungshálsinum snúi við í hverju slagi og við það
tapist eldsneyti út. Þessi útfærsla gefur meira afl og betri nýtingu eldsneytis.

Þó má bæta virkni þeirra mótora sem hafa blöndunginn á hlið s.s. Zenoah, með
því að setja lúður á blöndungsopið og hef ég góða reynslu af því. Fengið 200
til 300 sn/mín í viðbót, það munar um minna.

Kveikjukerfið er einnig fullkomið, flýting kveikjunar fer eftir snúningi
sveifarássins, ekki stöðu eldsneytisgjafar eins og í sumum þessara
rafeindakveikja s.s. Brison.

Fleiri framleiðendur eru einnig með svipaða mótora og RCS, í svipinn man ég
eftir 3-W frá Þýskalandi og Moki frá Ungverjalandi.

Ekki má gleyma því að gamli góði Zenoah er ódýr og gangviss og þar sem
þyngdin er ekki aðalatriðið er ágætt að hafa svolítinn massa í mótornum, það
minkar titring. Einnig er magnettukveikjan viðhaldsfrí og engin hætta að
mótorinn stöðvist vegna tómrar rafhlöðu.

Vona að einhver hafi gaman að þessum vangaveltum mínum.
Bjöggi