Ljósdíóður


Það er vel þess virði að kanna hvað fæst hjá Íhlutum
Þar fást nú ótrúlega bjartar ljósdíóður í öllum regnbogans litum;
rauðar, grænar, gular, bláar og hvítar.
Þessar bláu og hvítu eru tiltölulega nýjar og nokkuð dýrar.

Ljósdíóður er hægt að fá með mismunandi linsu.
Sumar varpa geislanum beint fram undir mjög þröngu horni,
og virka því mjög bjartar ef horft er beint framan á þær, en
sjást illa frá hlið. Aðrar eru með gleiðara horni, en kannski ekki
eins bjartar. Þessar björtu ljósdíóður eru glærar, stundum úr
lituðu plasti, en ekki alltaf.

Einnig eru til ljósdíóður með möttu ógagnsæju plasti.
Þær dreifa ljósinu  til allra átta, og henta oft vel.
Þær eru ekki eins bjartar og þær sem eru gegnsæjar og með linsu.

Hjá Íhlutum fást speglar fyrir ljósdíóður. Þeir gætu hentað
t.d. framan á væng(lendingarljós).

Til eru sérstakar blikkandi ljósdíóður, en þær þurfa oft
hærri spennu en þessar venjulegu, og eru yfirleitt ekki
eins bjartar. Betra er að hafa venjulega ljósdíóðu og
blikkrás, sem smíða má með samrásinni LM555. Það kemur líka
vel til greina að nota blikkandi afturljós sem ætlað er
fyrir reiðhjól. Því má auðveldlega breyta. Ljósin eru með
mjög björtum ljósdíóðum og blikkrás.
Fæst í reiðhjólaverslunm og er tiltölulega ódýrt.

--

Flestar ljósdíóður þola allt að 20mA straum, en sumar
þó ekki nema 5mA, og eru yfirleitt mun minni en þessar
venjulegu. Takið eftir að ljósdíóður eru fæddar með straum,
andstætt við perur, sem fæddar eru með spennu.

Við getum tengt peru beint við rafhlöðu, og takmarkar hún
sjálf strauminn. Það gerir ljósdíóðan ekki. Þess vegna er
nauðsynlegt að hafa viðnám í seríu við ljósdíóðuna.

Ef við notum 4,8V rafhlöðu, þá má prófa að nota 180 ohm
viðnám í seríu við ljósdíóðuna. Það gefur hæfilegan straum
fyrir venjulegar ljósdíóður (um 15mA).
Eitt viðnám fyrir hverja ljósdíóðu!

Ef þú notar tvær venjulegar rafhlöður (2 x 1,5V = 3V), þá
er hæfileg stærð á viðnáminu 56 ohm. (Viðnám eru af "minnstu" gerð
eða 0,25 wött)

Það þarf einnig að gæta þess að snúa ljósdíóðunni rétt.
Yfirleitt tengist styttri vírinn í mínus. Mínus má
yfirleitt þekkja ef horft er inn í ljósdíóðuna, en
það er vírinn sem tengist við litlu „skálina“ sem sést
yfirleitt nokkuð vel.

---

Perur:

Hjá Glóey fást litlar 1,5V perur með innbyggðri linsu.
Einnig mætti hafa í huga nýjar litlar halogen eða krypton
perur, sem farið er að nota í vasaljós. Þær eru mjög bjartar.

Glóðarperur taka um 10x meiri straum en ljósdíóður, en eru
ef til vill bjartari.

Kveðja
           Ágúst H. Bjarnason