Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Þing Flugmálafélags Íslands


Staðsetning:Fluggörðum 25
Dags:17.02.2007
Tími:13:00:00
Lýsing:Þing Flugmálafélags Íslands verður haldið laugardaginn 17. febrúar í húsnæði Geirfugls Fluggörðum 25.
Þingið hefst kl. 13.00

Dagskrá þings:
7.1. Þingsetning forseta Flugmálafélagsins
7.2. Kosning Þingforseta og ritara
7.3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins frá síðasta þingi.
7.4. Skýrslur sérgreinadeilda um starfsemi þeirra frá síðasta þingi.
7.5. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.
7.6. Lagabreytingar.
7.7. Kosning forseta og sjö meðstjórnenda.
7.8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7.9. Ákvörðun árgjalds.
7.10. Önnur mál

Tillögur til lagabreytinga verða á dagskrá. Breytingartillögurnar eru efnislega að Þing Flugmálafélagsins sé haldið í janúar eða febrúar í stað nóvember. Einnig að reikningsárið sé almanaksárið í stað 1. október til 30. september, og að lokum að þingið skuli boðað með tveggja vikna fyrirvara í stað fjögurra.

Rétt til setu á þingi:
Fjöldi fulltrúa skuldlausra félaga er rétt eiga á setu á þingi FMÍ er þannig ákvarðaður:
6.1. Hvert félag hefur rétt til að senda fulltrúa eftir félagafjölda.
5 til 15 félagar 2 fulltrúar
16 til 50 félagar 4 fulltrúar
51 til 100 félagar 5 fulltrúar
101 og fleiri félagar 6 fulltrúar
6.2. Stjórnarmenn Flugmálafélagsins.
6.3. Stjórnarmenn deilda félagsins.
6.4. Heiðursfélagar.
6.5. Aukafélagar hafa rétt til setu eins fulltrúa á þing FMÍ.
Hver fulltrúi á þinginu fer aðeins með eitt atkvæði.

Aðildarfélög eru hvött til að senda fulltrúa á þingið.

Nánari upplýsingar eru á vef Flugmálafélagsins www.flugmal.is

Stjórn Flugmálafélags Íslands.


Til baka í yfirlit