Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Lendingarkeppni


Staðsetning:Hamranes
Dags:10.06.2004
Tími:19:00:00
Lýsing:Í lendingarkeppni kemur í ljós hvað mótelflugmaðurinn er orðin fær að stjórna flugmódeli, hvað hann flýgur agað og nákvæmlega bæði í flugtaki og aðflugi, í snertilendingu og lendingu á merkta ferninga á flugbraut þar sem flest stig fást fyrir að lenda á miðjan sebrann. Það sem hefur áhrif á keppnina er vindstefna og vindstyrkur, auðveldast þegar lítill vindur er og í beina stefnu á flugbraut en mun erfiðara þegar vindur er meiri og til hliðar við stefnu á flugbraut, þá þarf módelið að skidda í aðflugi og hætt er við að módelið bruni út af flugbrautinni þegar hjólin snerta malbikið þá fást enginn stig nema flugmaður bregðis rétt við í tæka tíð.

Ef þú ert kjarkaður flugmaður sem átt flugmódel sem getur flogið um og líka lent endilega láttu sjá þig, þú gætir nælt þér í verðlaunapening ef fáir mæta, jafnvel farandbikar ef mjög fáir mæta en mættu tímanlega áður en keppnin á að hefjast svo að hún dragist ekki langt fram á kvöld.

Dómarar: Stefán Sæmundsson og Pétur Hjálmarsson

Umsjón með mótinu hefur Böðvar Guðmundsson s: 866-4465


Til baka í yfirlit