Flugguðsþjónusta
Staðsetning: | Grafavogskirkja |
Dags: | 29.05.2005 |
Tími: | 11:00:00 |
Lýsing: | Sunnudaginn 29 maí kl.11 f.h. verður haldin guðsþjónusta fyrir allt flugáhugafólk sem nefnist Flugguðsþjónusta í Grafavogskirkju Allt flugáhugafólk stendur fyrir guðsþjónustunni. Flugmódelfélagið Þytur tekur þátt og verður Veiðibjallan hans Jakobs hengd upp í kirkjunni. Nánari dagskrá: Næstkomandi sunnudag 29. maí er flugmessa í Grafarvogskirkju kl.11:00 Slík guðsþjónusta er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjölmargir aðilar er tengjast flugi hér á landi koma að messugjörðinni. Benóný Ásgrímsson flugstjóri flytur hugleiðingu. Flugfreyjukórinn syngur ásamt félögum úr kvartett flugstjóra. Einsöng syngur Þuríður Sigurðardóttir, myndlistamaður og fv. flugfreyja Prestar er sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Á fiðlu leikur Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugmaður á flautu Sigrún Hermannsdóttir, flugfreyja, á kontrabassa leikur Jón Hörður Jónsson, flugstjóri, Á trompet leika Berglind Jóna Þráinsdóttir, flugfreyja, Ingibjörg Lárusdóttir, flugfreyja og Sigurður Wiium, flugmaður. Organisti er Ólafur W. Finnsson, flugstjóri. Ritningarlestra lesa Signý Pétursdóttir, flugumferðarstjóri og Bænir flytja Hertvig Ingólfsson, flugvirki og Rafn Jónsson, flugstjóri Lokabæn flytur Björn Þverdal, flugvirki. Upp úr kl 10:00 munu fallhlífastökkvara lenda við Grafarvogskirkju Listflug verður við kirkjuna um kl. 13:00 Flugvélar í áætlunarflugi munu fljúga yfir Grafarvoginn. LÍTLIL ÞYRLA VERÐUR staðsett við Grafarvogskirkju. Flugfólk er beðið að mæta í sínum einkennisbúningum þeir sem eiga slíka og nota þá við störf sín. Rekstaraðilar , starfsmannafélög og lífeyrissjóðir er tengjast flugrekstri bjóða upp á “flugkaffi” eftir messu. |