Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

12.08.2003 - Samkoma með Steve Holland.

Loksins fáum við tækifæri til að hitta þennan fræga módelflugmann og vin hans Richard Rawle kl. 20 annað kvöld (13.8) í skýli nr. 1 á Reykjavíkurflugvelli( fyrir aftan Hótel Loftleiði - skýli Íslandsflugs).

Flugmódel þeirra félaga verða til sýnis ásamt nokkrum íslenskum módelum. Steve verður með stutta kynningu á sínum ferli og sýnir módelin, en svarar síðan fyrirspurnum félagsmanna.

Þeir sem ekki hafa haft tækifæri til að styrkja Hollandssöfnunina geta gert það við innganginn. ( því miður ekki kort )

Sjáumst,
Hollands-samtökin