Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

09.12.2004 - Nokkur merki þess að þú sért módelmaður

 • Þú vilt fá þér minni módel svo það sé auðveldara að lauma þeim í bílinn.
 • Konan er að nota hárþurkku og þú sérð aflgjafa fyrir rafmagnsþotuna þína.
 • Þú notar farða konunnar til að skreyta nýja flugmanninn.
 • Þú hefur límt hendurnar saman með sýrulími og þurft halda hnífnum með munninum á meðan þú reynir að skera hendurnar í sundur.
 • Þú hefur smíðað tvo hægri vængi á einþekju.
 • Það eru grasblettir á uppáhaldsbuxunum þínum.
 • Þú skipuleggur fríið þitt með tilliti til mótaskráarinnar.
 • Þú getur klætt margverðlaunað skalamódel með Solarfilmu en getur ekki straujað skyrturnar þínar.
 • Þú kynnir konuna þína sem aðstoðarflugmanninn þinn.
 • Þú hefur farið út á flugvöll án fjarstýringarinnar.
 • Þú hefur hallað þér yfir ný-straujað módel og misst skrúfjárn úr skyrtuvasanum og í gegnum klæðninguna.
 • Þegar þú sérð konuna þína strauja í gegnsæjum náttkjól þá minnir það þig á að þú átt eftir að klára að nota Solartex.
 • Þú átt a.m.k. þrjár vélar á mismunandi smíðastigum.
 • Þú hefur horft á Top Gun og Iron Eagle a.m.k. 10 sinnum.
 • Ég vann þetta í móti elskan mín ;-)
 • Ég skipti á þessu og rauðu vélinni(þeirri sem þú hentir eftir brotlendinguna í síðustu viku).