Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

17.01.2005 - Útsala og breytingar hjá ModelExpress

Eins og margir hafa eflaust frétt þá hefur orðið sú breyting á rekstri ModelExpress að Benedikt Sveinsson er að kaupa reksturinn af Jóni og Þresti. Benni eignaðist einnig myndarlegan strák í gær þannig að nóg er að gerst hjá kappanum.

En til að fylgja þeirri hefð sem er íslenskari en allt sem íslenskt er þá verður efnt til útsölu miðvikudaginn 19.janúar frá 20-23 hjá ModelExpress. Heimilisfangið er sem fyrr Malarhöfði 2 beint fyrir ofan Ingvar Helgason. Dóra mun víst hafa lofað því að bjóða upp á veitingar í tilefni dagsins þannig að menn fara vonandi heim með fullt af nýjum vörum og léttar veitingar í maga.