Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Aðalfundur Þyts


Staðsetning:Faxafeni 12 hjáTaflfélagi Reykjavíkur
Dags:05.03.2007
Tími:20:00:00
Lýsing:Aðalfundur Flugmódelfélagsins Þyts verður haldinn mánudaginn 5. mars 2007 og hefst kl. 20:00 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, 105 Reykjavík.

Samkvæmt lögum þyts 5.grein um DAGSKRÁ AÐALFUNDAR, hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2006 einir kosningarétt og kjörgengi á aðalfundinum.

Þeir sem tekið hafa þátt í mótum Þyts á árinu 2006 og ekki eru félagsmenn í Þyt er boðið á fundinn til að taka við verðlaunum.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR:

1. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
4. Skýrslur nefnda.
5. Kosning formanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnenda samkvæmt ákvæðum 9. greinar í lögum Þyts.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Kosning í nefndir.
8. Tillögur og lagabreytingar.
9. Önnur mál.

Með aðalfundarboði sem send hafa verið í pósti til félagsmanna Þyts fylgir tillaga til lagabreytinga á lögum Þyts í heild og einnig skýringar í hverju breytingarnar eru fólgnar.

Félagsmenn athugið !
Tillagan til lagabreytinga sem send var út með aðalfundarboði aðalfundar 23.nóvember sem var ólögmætur, var gölluð og er ógild og verður ekki borin upp.

Í lögum Þyts 5.grein um Dagská aðalfundar segir :
Reikningaskil og fjárhagsáætlun skulu liggja frammi a.m.k. viku fyrir aðalfund, því mun gjaldkeri Þyts láta reikningsskil og fjárhagsáætlun liggja frammi í síðasta lagi frá 26.febrúar 2007 í húsnæði félagsins á Hamranesi þar sem félagsmenn geta nálgast þau.

Stjórn flugmódelfélagsins Þyts


Til baka í yfirlit