Um Fréttavefinn
Fréttavefurinn er sjálfstæður fréttamiðill sem er ætlað að fjalla um það helsta sem er að gerast í módelsportinu innanlands jafnt sem utan.
Fréttavefurinn kom fyrst á netið seinni hluta árs 1999 og var til að byrja með eingöngu fréttasíða eins og nafnið gefur til kynna. Á seinni hluta tuttugstu aldarinnar var í gangi mjög virkur póstlisti en með þróun internetsins þá færðust samskiptin yfir á spjallsíður(e.forums) á vefnum.
Í ágúst 2003 var nýr vefur skrifaður frá grunni ásamt nýju útliti í tilefni af komu Steve Holland og co. til landsins. Fyrsta útgáfa vefsins var skrifuð í ASP og nýtti sér Access gagnagrunn en fljótlega upp úr áramótum 2004 varð ljóst að vefurinn gæti ekki verið áfram á þáverandi vefþjóni. Þá var ráðist í að finna honum nýtt heimili og það krafðist endurnýjunar á bakendanum sem var þá skrifaður í PHP og gagnagrunnurinn færður yfir í MySQL.
Vorið 2004 kom svo spjallborð flugmódelmann á netið og hefur leiðin legið upp á við eftir það. Um Verslunarmannahelgina 2008 birtist Fréttavefurinn í nýju útliti og var það fjórða birtingarmynd hans. Nýtt og ferskara útlit var svo tekið í notkun ásamt nýju merki í maílok 2009 og útlitið var svo uppfært til móts við nýjustu vefstaðla í byrjun árs 2013. Í byrjun árs 2016 kom svo SSL skilríki á vefinn og eftir það hefur öll umferð um hann verið send yfir https.
Fljótlega var svo ýmsum nýjungum bætt við eins og nafnalista, umræðuþráðum, myndasafni, flugdagbók, póstlista og leit á vefnum. Eins og gengur og gerist þá hafa þær mælst misjafnlega fyrir og ekki hafa þær allar lifað af í gegnum árin.
Módelmenn og aðrir geta einnig sent inn efni eða efnishugmyndir með því að hafa samband.
Sverrir Gunnlaugsson er ábyrgðarmaður vefsins.