Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar


Staðsetning:Melgerðismelar
Dags:09.08.2008
Tími:09:00:00
Lýsing:Flugmódelfélag Akureyrar býður módelmönnum landsins og öðrum áhugamönnum um flug til módelflugkomu á Melgerðismelum laugardaginn 9. ágúst.

Í þetta sinn ætlum við að færa flugsvæðið aðeins suður eftir Melunum og staðsetja það austan við flugstöð Þórunnar hyrnu (sjá mynd). Ástæðan er sú að nú er búið að setja Hyrnuna í svo gott stand að við getum notað hana sem bækistöð í stað þess að setja upp tjald. Þar verða seldar vöfflur og kaffi og grillað verður um kvöldið á pallinum.

Tjaldstæði verður sunnan við Hyrnuna eins og venjulega og bílastæði fyrir gesti og gangandi norðan og austan við hana. Gemslusvæði fyrir módel verður afmarkað með gyrðingu eins og áður og tjald fyrir sendagæslu verður staðsett við pittinn. Uppsetning á flugsvæðinu verður þannig að hægt verður að leggja út teygjur eða spil fyrir svifflugur samsíða flugtaksbrautinni.

Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar flugkoman byrjar:

* Sendagæsla byrjar klukkan 09:00 og flugmenn eru hvattir til að afhenda senda sína eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir óhöpp. Þetta á líka við um senda á tíðninni 2,4 gHz, þar sem það sést ekki úr fjarlægð á hvaða tíðni sendir er og það getur orsakað óþægindi fyrir aðra að vita af sendum utan gæslu.

* Módel skal geyma á sérmerktum svæðum sem staðsett eru vestan við startboxið. Þannig geta áhorfendur skoðað módelin handan girðingar án þess að eiga á hættu að ganga á þau.

* Hver flugmaður verður að hafa aðstoðarmann með sér sem getur sagt honum til um það sem er að gerast annars staðar og aðstoðað hann við að færa til módel og starttæki fyrir og eftir flug. Ætlast er til að flugmenn eða aðstoðarmenn fjarlægi módel og starttæki úr startboxinu þegar flugi er lokið.

* Ekki má ræsa mótora nema módelið sé statt í startboxinu. Módelum má aðeins aka á merktri braut á milli flugbrautar og startsboxins. Aðstoðarmaður skal þá vera til taks til að hafa hemil á módelinu og forða árekstrum.

* Flugmenn skulu standa á hliðarlínu flugbrautar á meðan þeir fljúga. Þeir skulu bara fljúga yfir flugbraut og austan megin við hana. Þegar tvö eða fleiri módel eru á lofti í einu skulu allir fljúga sama umferðarhring.

* Algerlega er bannað að fljúga yfir sýningarsvæði, startbox og bílastæði.

Eftir flug verður að drepa á mótor þegar módel kemur inn í startboxið.

Flugkomusvæðið


Til baka í yfirlit