Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Vínarbrauðsmótið


Staðsetning:Hamranes
Dags:22.03.2008
Tími:12:00:00
Lýsing:Þátttökuskilyrði eru þau sömu og frá upphafi þ.e.a.s. menn mæta með kaffi og vínabrauð, og ætli menn að vinna til verðlauna þá er algjört skilyrði að kunna eins og eina til tvær góðar flugsögur.

Í ár er Vínarbrauðsmótið sérstakt að því leyti að það lendir á Góunni. Módelmenn ættu því að grípa tækifærið núna til að skemmta sér á þessu móti á þessum tíma því það ber ekki aftur upp á Góu fyrr en eftir 116 ár.

Ef veður verður eitthvað til leiðinda þá má alltaf hringja út hjálparsveitir til að koma mönnum út á Hamranes.

Munið að módelin eru algjört aukaatriði á þessu móti, aðaltilgangur þess er að eiga góða stund saman út á Hamranesi og skiptast á stríðssögum. Þetta er þó kjörið tækifæri til að taka jómfrúarflug á smíði vetrarins og veðurspáin lofar góðu.


Til baka í yfirlit