Fjölþrautamótið
Staðsetning: | Hamranes |
Dags: | 13.07.2013 |
Tími: | 11:00:00 |
Lýsing: | Stefnt er á að mótið hefjist upp úr kl. 11. Keppt verður í lendingarkeppni, tímaflugi, markstangar flugi og marklendingu. Það hefur engin einn flugmaður sigrað í öllum þessum þrautum áður og sá sem fær flest samanlögð stig úr öllum þrautunum verður Fjölþrautakóngur 2013 og hann þarf ekki einu sinni að hafa sigrað eina einustu þraut en samt haft hæðst meðalstig, jafnvel verið í öðru sæti í öllum þrautunum, þannig að allir hafa möguleika. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt mót og horfum á þetta mót sem skemmtimót frekar en keppnismót, og ég hvet sem flesta módelmenn að taka þátt allir velkomnir. Það verður boðið upp á grillaðar pylsur og kók í hádeginu, en menn hafi samt með sér eithvað til að drekka og narta í svo sykurstuðullin falli ekki of mikið. Umsjón með mótinu Böðvar Guðmundsson og Einar Páll Einarsson. Sjá nánar á http://flugmodel.net/viewtopic.php?id=7554 |