Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

10 ára afmælisflugkoma Smástundar


Staðsetning:Eyrarbakkaflugvöllur
Dags:31.08.2013
Tími:10:00:00
Lýsing:í ár eru tíu ár síðan Smástund var formlega stofnuð. Áður höfðu menn verið að fljúga einir í sitthvoru horninu eða undir merkjum Þyts.

Í tilefni tímamótana ætlum við félagarnir að hittast næsta laugardag á flugvellinum á Eyrarbakka. Við erum búnir að gera samning við veðurguðina um gott veður, enda er aðal Veðurguðinn frá Selfossi. ;-)

Það verður engin formleg dagskrá heldur ætlum við bara að fljúga, spjalla og hafa gaman. Þeir fyrstu mæta um 10:00 og svo verðum við vonandi fram eftir degi. Við viljum gjarnan fá einhverja góða gesti til þess að líta við og fljúga með okkur.

Það verður kaffi á könnunni og einhverjar léttar veitingar.

Gaman væri ef þeir sem ætla að líta við láti vita í athugasemdunum á spjallinu.



Til baka í yfirlit