Aflýst - Patreksfjörður International
Staðsetning: | Sandodda, Patreksfirði |
Dags: | 14.06.2014 |
Tími: | 10:00:00 |
Lýsing: | Þar sem laxeldisfyrirtæki hafa lagt undir sig flugvöllinn á Sandodda sjáum við félagar í Módelsmiðju Vestfjarða okkur ekki fært að halda flugkomuna „Patreksfjörður International“ í ár. Verið er að setja saman eldiskvíar á brautinni, þá eru gámar, nætur, rafstöðvar og önnur tæki hér og þar á vallarsvæðinu. Einnig hafa þeir lagt undir sig flugstöðina. Ekki er von á að þessu ljúki fyrr en komið er fram á sumar. Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda þeim sem gert hafa plön um að mæta. Við vonumst til þess að þetta ástand sé tímabundið þannig að við getum haldið flugkomuna að ári. F.h. Módelsmiðju Vestfjarða, Kristján Vigfússon, ritari. * * * * * Hin árlega flugkoma MSV verður á sínum stað fjórða árið í röð. http://flugmodel.net/viewtopic.php?id=8159 |