Aðventufundur Þyts
Staðsetning: | Skátaheimilinu Hafnarfirði |
Dags: | 03.12.2014 |
Tími: | 19:00:00 |
Lýsing: | Desemberfundur Þyts verður haldinn næstkomandi miðvikudagskvöld 3. desember í skátaheimilinu í Hafnarfirði. Fundurinn verður með nokkuð óvenjulegu sniði að þessu sinni, ætlunin er að vera með matarfund þar sem boðið verður upp á hangikjöt og bayonne skinku ásamt meðlæti. Bjarni gjaldkeri mun sjá um að elda ofaní okkur og er því ætlunin að byrja fundinn klukkutíma fyrr en venjulega, eða klukkan 19:00. Til þess að hægt sé að framkvæma þetta af einhverju viti er nauðsynlegt að við fáum að vita hverjir ætla að mæta, verðinu fyrir máltíðina verður stillt í hóf eða aðeins 1000 krónur og eru drykkjarföng (malt og appelsín)ásamt kaffi eftir máltíðina með einhverju góðgæti innifalið í verðinu. Þeir sem ætla að mæta þurfa að skrá sig, annaðhvort hérna fyrir neðan eða senda póst á stjorn@thytur.is og þarf skráning að hafa farið fram fyrir hádegi á mánudag 1.desember Á fundinum munu Frímann og Guðjónh kynna hið margumtalaða smáskalafélag, einnig verður stutt hreyfimyndasýning þar sem Gísli okkar fer yfir sumarvertíðina. Það er von okkar í stjórninni að menn taki vel í þetta og fjölmenni þannig að úr verði ánægjuleg kvöldstund og ef vel tekst til mætti hugsa sér að þetta gæti orðið árlegur viðburður. Kveðja stjórnin Hægt er að skrá sig á spjallinu: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=8715 |