Þing Flugmálafélagsins
Staðsetning: | Hlíðarsmári 3 |
Dags: | 19.11.2005 |
Tími: | 13:15:00 |
Lýsing: | Þing Flugmálafélagsins verður haldið laugardaginn 19. nóvember í höfuðstöðvum Avion Group Hlíðarsmára 3 Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 13.15 Fundarmenn eru útnefndir af aðilarfélögum FMÍ og ekki er opin aðgangur að fundinum fyrir aðra. Dagskrá Þingsins Þingsetning forseta Flugmálafélagsins Kosning Þingforseta og ritara Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins frá síðasta þingi. Skýrslur sérgreinadeilda um starfsemi þeirra frá síðasta þingi. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram. Lagabreytingar. Kosning forseta og sjö meðstjórnenda. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Ákvörðun árgjalds. Önnur mál Fjöldi þingfulltrúa frá aðildarfélögunum fer eftir 6. gr. sem er þannig. Þingfulltrúar. Fjöldi fulltrúa skuldlausra félaga er rétt eiga á setu á þingi FMÍ er þannig ákvarðaður: 6.1. Hvert félag hefur rétt til að senda fulltrúa eftir félagafjölda. 5 til 15 félagar 2 fulltrúar 16 til 50 félagar 4 fulltrúar 51 til 100 félagar 5 fulltrúar 101 og fleiri félagar 6 fulltrúar 6.2. Stjórnarmenn Flugmálafélagsins. 6.3. Stjórnarmenn deilda félagsins. 6.4. Heiðursfélagar. 6.5. Aukafélagar hafa rétt til setu eins fulltrúa á þing FMÍ. Hver fulltrúi á þinginu fer aðeins með eitt atkvæði. --------------------- Eftirtalin félög eru aðilar að Flugmálafélaginu Fisfélag Reykjavíkur Flugfélagið Geirfugl ehf Flugklúbbur Mosfellsbæjar Fluglist listflugfélag Svifflugfélag Akureyrar Svifflugfélag Íslands Vélflugfélag Akureyrar Þytur flugmódelfélag Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur Lágflug ehf Önnur félög og stofnanir - aukafélög Avion group Flugfélag Íslands Flugfélagið Ernir Landsflug Flugvélaverkstæði Reykjavíkur Flugskóli Íslands Flugmálastjórn Stjórnin væntir þess að öll aðildarfélögin sendi fulltrúa á þingið. Stjórn Flugmálafélagsins http://www.flugmal.is/ |