Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar


Staðsetning:Melgerðismelar í Eyjafirði
Dags:12.08.2006
Tími:09:00:00
Lýsing:Flugkoma FMFA 2006 verður haldin á Melgerðismelum 12. ágúst 2006. Allir þeir sem koma með hæf módel mega fljúga og skemmta sér og öðrum allan daginn.

Sendagæsla byrjar klukkan 09:00 12. ágúst og þá er ætlast til að allir afhendi senda sína í sendagæsluna og láti yfirfara þau módel sem þeir vilja fljúga. Sendagæslan lokar aftur klukkan 18:00.

Kaffisala verður opin frá klukkan 10:00 til 16:00.

Að venju verður veglegt grill í stóru veislutjaldi sem við erum búnir að panta. Samningaviðræður eru í gangi við frægan sunnlenskan matreiðslumeistara að koma og marinera nokkur tonn af svínbakjöti. Með grillinu verður hugsanlega skemmtileg írsk stemmning, dinnermússíksessjón á hljómborð og glasasala ;-)

Tengliður: Guðjón Ólafsson (8618996 gaui@est.is http://www.flugmodel.is)

Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu flugmódelfélags Akureyrar, http://flugmodel.is/flugkoma2006.htm


Til baka í yfirlit