Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Flugkoma Flugmálafélags Íslands


Staðsetning:Hella
Dags:21.07.2006
Tími:18:00:00
Lýsing:Um næstu helgi verður flugkoma Flugmálafélags Íslands.
Þar mæta allir með sínar fluggræjur og fjölskyldur og tjalda inn á Helluflugvelli.
Flugkoman verður frá föstudagssíðdegi til sunnudags.
Samkomutjald verður á staðnum, en það verður líklega óþarfi þar sem
veðurspáin fyrir helgina er mjög góð á Hellu.

Það er því rétt að stefna helgarútilegunni á Hellu.

Reiknað er með öllum greinum Flugmálafélagsins: Vélflug, svifflug, Þyrlur, fis, svifvængir og svifdrekar, fallhlífarstökk, módel og einnig verður
Þristurinn á staðnum.

Hægt verður að skoða allar græjur og jafnvel fá stuttan flugtúr í ýmsum
flugtækjum.
Fismenn stefna að því að bjóða öðrum flugmönnum og áhugamönnum prufuflug.

Sjáumst á Hellu um helgina.
Stjórn Flugmálafélagsins


Til baka í yfirlit