Skalamót
Staðsetning: | Hamranes |
Dags: | 05.06.2004 |
Tími: | 13:00:00 |
Lýsing: | Kynning á reglum fyrir skalakeppnina. Hver þáttakandi má koma með hámark 2 módel til keppni. Módelið þarf að vera eftirlíking af ákveðinni 1/1 flugvél sem hefur flogið. Óþarft er að geta þess að módelin verða að vera fullfrágengin. Keppt er í 3 flokkum: grunnsmíðaðar, kit-smíðaðar og ARF-smíðaðar flugvélar Keppnin er dæmd í þremur hlutum: 1. Dæmt fjarska-útlit 2. Dæmdur frágangur og handverk 3. Dæmt flug; flugtak, hringflug og lending Ekki er dæmt fyrir útlitsskemmdir, t.d. rispur vegna flutninga, ekki er dæmt útlit vegna loftneta eða samsetninga á módelinu og heldur ekki lögun skrúfu (prop). Ekki er dæmt mótorhljóð. Allir sem telja sig eiga fallegt módel eru velkomnir á þessa fegurðarsamkeppni og allir félagsmenn eru hvattir til að koma og taka með sér gesti. Umsjón: Stefán/Kristján 8999942/8624276 |