Þytsmótið - Flugkoma
Staðsetning: | Hamranes |
Dags: | 03.07.2004 |
Tími: | 10:00:00 |
Lýsing: | Þytsdagurinn á Hamranesi: Gert ráð fyrir skemmtilegri dagskrá, fjölda módela og fullt af skemmtilegu fólki. Dagskráin verður mjög lausbundin, en gert verður ráð fyrir þema 15-20 mínútum á klukkutíma fresti þar sem ákveðin tegund módela á loftið. Þar má nefna stríðsvélar, borgaralegar flugvélar, Piper Cub flugvélar, þyrlur og listflugvélar svo eithvað sé nefnt. Dagskrá verður frá kl. 10:00 til 16:00, en opið fyrir alla að fljúga á milli hefðbundinna dagskrárliða. Sett verður upp veglegt hljóðkerfi til að varpa ljúfri tónlist yfir þátttakendur og gesti og boðið verður upp á vöfflur, kaffi og fleira til sölu í nýju veislutjöldum félagsins. Menn eru hvattir til að mæta með öll sín módel, hvort sem þau eru flugfær eða ekki. Enginn alvöru Þytsfélagi ætti að missa af þessu frábæra Þytsmóti. Umsjón: Guðmundur 893 1701 Pétur 897 1007 |