Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Íslandsmót F3F og F3B


Staðsetning:Sjá lýsingu
Dags:28.06.2008
Tími:10:00:00
Lýsing:Íslandsmót í módelsvifflugi helgina 28.-29. júní 2008.

Um er að ræða tvær keppnir og er nú eins og gengur allur gangur á hvernig það hefur gengið að ljúka báðum, þar sem við erum mjög háðir veðri og þess vegna þarf að vera hægt að færa staðsettningu án mikils fyrirvara, því er nauðsynlegt að þeir sam ætla að taka þátt, keppendur, áhorfendur og þeir sem gefa kost á sér sem starfsmenn láta undirritaða vita af sé svo hægt sé að hafa samband vegna breyting.

Hástart F3B.
Höfum haldið þessa keppni undanfarin ár á gamla flugvellinum í Gunnarsholti. Erum búnir að biðja um leyfi til að vera þar í ár, en ég veit ekki hvort það er staðfest. Það hefur oftast verið einhver hluti hópsins sem hefur farið austur á föstudegi, slegið upp tjöldum og átt góða kvöldstund.

Hangflug F3F.
Drauma staðurinn fyrir þessa keppni er Hvolsfjall og gengur það í SV átt (hafgola). Ef við höfum góð skilyrði og nokkra sarfsmenn tekur þessi keppni stuttan tíma. Heimsmetið í að fljúga þessa 10 x 100 m er undir 30 sekúndum. Þurfum helst að ná að minsta kosti 5 umferðum.

Nánari upplýsingar gefur svifflugsnefnd Þyts.
Frímann – 899 5052
Guðjón - 825 8248
Hannes – 825 5430


Til baka í yfirlit