Aðalfundur Þyts
Staðsetning: | Tungubakkaflugvöllur |
Dags: | 05.03.2025 |
Tími: | 20:00:00 |
Lýsing: | Flugmódelfélagið Þytur boðar hér með til aðalfundar miðvikudaginn 5. mars nk. Fundurinn verður haldin í aðstöðu Flugklúbbs Mosfellsbæjar að Tungubökkum og hefs stundvíslega klukkan 20:00. Allir áhugamenn um flugmódel eru velkomnir, en skv. lögum félagsins hafa aðeins greiddir og gildir félagar atkvæðisrétt. Efni fundarins er á hefðbundnum nótum skv.5. grein laga félagsins. DAGSKRÁ AÐALFUNDAR 1. Formaður setur aðalfund Þyts. 2. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins. 3. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári. 4. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 5. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda. 6. Skýrslur nefnda. 7. (á ekki við á oddatölu skv. 8gr.) 8. Kosning gjaldkera og meðstjórnenda skv. ákvæðum 8.gr. 9. Kosning endurskoðenda. 10. Kosning í nefndir. 11. Tillögur um lagabreytingar. 12. Önnur mál. Engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn á árinu. Kosningar skulu vera skriflegar nema fundurinn samþykki annað. Kveðja stjórnin |