Stélið
Ekki get ég sagt að smíði stélhlutanna hafi verið mikið mál. Frekar einföld kassagrind sem langflestir hafa smíðað á sinni módeltíð, nema kannski þeir sem eru aldir upp á allra síðustu árum og við NTF (nánast tilbúin til flugs) módel en þeir ættu þrátt fyrir það að fara létt með smíðina.
Breytti örlítið frá því sem handbókin segir til um og setti Robart Hinge Point (3/32) í staðinn fyrir plastþynnu sem fylgdi og ætlast var til að væri klippt niður í hentugar stærðir.
Næst á dagskrá
Ætlunin var að ráðast í smíðina á vængnum en þar sem það lítur út fyrir að það vanti öll rifin fyrir annan vænghlutann þá verður það að bíða í smá stund. Sendi fyrirspurn út til framleiðandans til að fá málin á hreint en þar sem það fylgdu einungis 10 rif með í kassanum en vængurinn þarf 20 í það heila þá liggur málið nokkuð ljóst fyrir.
Klára væntanlega pússningarvinnu á skrokknum og stélinu og fer jafnvel út í það að klæða þessa hluta og ganga frá stýribúnaði og mótor- & rafmagnsmálum. |

Stélfletirnir

Lárétta stélflöturinn

Lóðrétti stélflöturinn

Rifin 10 sem fylgdu
|