XFIRE
Fimmti hluti


Vængur
Eftir að hafa sent tölvupóst út til framleiðandans þá kom í ljós að það kom bara annað hvert rif með kitinu en í báða vænghlutanna, þannig að eftir að búið var að útvega öll rifin sem vantaði þá var hafist handa við samsetninguna á vængnum.

Samsetningin er frekar blátt áfram, það sem helst þarf að passa sig á er það að hafa rifin sitji rétt á listunum sem eru notaðir til að halda þeim á lofti þegar þau eru límd á vængstífuna.

Annars fylgir smá handavinna því að skera út viðinn til að klæða vænginn en það er ekkert til að hafa áhyggjur af, bara nokkrar mælingar, pennastrik og fullt af beinum skurðum.

Næst á dagskrá
Sparsla og pússa vænghlutana, líma þá saman og ganga frá vængstyrkingunni.
Skera út hallastýrin og setja lamir í þau. Undirbúa vélina undir klæðningu.



Einn tilbúinn, annar í smíðum


Séð frá hlið


Og aðeins betur


Rennileg og flott

26.febrúar & 29.mars » 6 tímar
Partur » 1 2 3 4 5